Sjanghæ — Stórborg við munn Yangtze 长江
Sjanghæ er án efa einn þekktasti áfangastaður ferðamanna sem eiga sér leið í gegnum Kína og er góð ástæða fyrir því. Borgin sem er of nefnd París Austursins hefur í gegnum tíðina dregið að sér fólk frá öllum heimshornum í leit að fjárhagslegum stórsigrum og frama.
Stórborgin Sjanghæ situr við munn Yangtze 长江, stærðsta á Kína sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir bæði viðskiptalíf jafnt sem pólitíska sögu svæðisins.
Það er erfitt að hrífast ekki af þessari borg þegar maður kemur til hennar. Hún er svo sannarlega stór á heimsmælikvarða og hvað þá fyrir íslending sem er ekki vanur slíkum borgum heima á Íslandi. Þetta er fjármálaveldi sem dregur að sér snjöllustu viðskiptamenn heims og fólk sem ætlar sér langt í lífinu. Hún er gífurlega fjölmenn og er erfitt að komast á milli staða á háannatímum. Fullar neðanjarðarlestir af fólki í leið til vinnu og götur fylltar af bílum. Stræti og torg fyllast og má finna fólk af öllum litarháttum. Kínverskir farandverkamenn og kappklæddir viðskiptamenn bíða saman hlið við hlið eftir að græni kallinn hleypi þeim yfir götuna og túristinn ekki langt á undan.