Sjanghæ — Skoskir Ópíumsalar og Dúfuenska
Ef ferðamaður ætlaði sér til Sjanghæ fyrir hundrað árum þyrfti hann að fara með skipi. Skipið hefði líklegast verið rúmlega mánuð á leiðinni og þyrftu ferðamenn að stoppa á leiðinni, líklegast á Indlandi, Malasíu eða á Filippseyjum. Þar má finna hafnarborgir sem hafa verið nýttar til viðskipta í gegnum mannkynssöguna.
Fólk sem hefur sagt sögu sína á þessum tíma hefur lýst því þegar það kom fyrst til Sjanghæ við byrjun 20. aldar. Fyrsta fólkið sem maður hitti var fólk eins og skoskir ópíumsalar, síkalögreglumenn frá indlandi eða kantónískir viðskiptamenn frá suður Kína í leit að fjárhagslegum gróða. Allir töluðu saman á skrítinni ensku sem kallaðist var dúfu enska(pidgin-English).
Sjanghai var staður þar sem maður þyrfti hvorki að gefa upp nafn nér skilríki þegar komið var inn í landið í gegnum hafnir þess. Tilvalið fyrir hina ýmsu glæpona jafnt sem ævintýraþyrsta blaðamenn og listafólk sem áttu þar leið hjá.