Fljúgandi bronshesturinn frá Gansu 銅奔馬

Daniel Bergmann
2 min readMar 13, 2021

--

Fljúgandi bronshesturinn frá Gansu-héraði 甘肃 er einn merkasti fornleifauppgröftur sem má finna á silkiveginum. Hann er búinn til í kringum 200 f. kr. og má hann speigla þráhyggju sem Han Wudi-keisara 汉武帝 hafði.

Á þessum tímum voru mörg erlend öfl sem reyndu á valdastjórn Han keisaraveldisins. Þær þjóðir sem reyndu hvað mest á við landamærin voru mongólarnir 蒙古人 og Xiongnu-þjóðin 匈奴. Ein ástæða fyrir yfirburða hæfni þeirra á stríðsvellinum voru hestarnir þeirra. Hestarnir voru einstaklega sterkir og snöggir og gat því stríðsmaður sem átti slíkan hest sýnt fram á yfirburðahæfni á stríðsvellinum.

Han Wudi reyndi eins og hann gat til þess að fá slíka hesta inn í herinn sinn og er þessi bronsstytta merki þess um hvað kínverjar hefðu mikinn áhuga á þessu markmiði.

þessi bronsstytta fannst árið 1969 nálægt borg sem heitir Wuwei 武威市. Styttan er af hesti sem hleypur en samt sem áður lítur út fyrir að hann fljúgi. Listsköpun af þessu tagi var algeng á tímum Han-keisaraveldisins en þessi stytta er alveg einstök vegna jafnvægisins og fyrir hvaða hugmynd hún stendur.

Á þeim tíma sem kínverski kommúnistaflokkurinn og Sovétríkin áttu í erjum við lokk 7. áratug 20. aldarinnar hóf fólk að grafa sér skýli frá sprengjum sem hugsanlega gætu verið varpað af rússneskum hermönnum.

Það leiddi til þess að fólk fann og gróf upp gröf þar sem herforingi að nafni Zhang 张 frá Zhangye 张掖市 hafði verið grafinn. Þegar fornleifafræðingar voru fengnir á staðinn fundu þeir þrjár grafir. Stuttu eftir að gröfunum var lokað fyrir um 2000 árum síðan höfðu ræningjar brotist inn og rænt öllu því sem var steini léttara. Hinsvegar náðu þeir ekki að ræna öllu og þess vegna getum við notið bornsstyttunnar í dag.

--

--

Daniel Bergmann
Daniel Bergmann

Written by Daniel Bergmann

0 Followers

Daniel Bergmann is a developer located in Reykjavik, Iceland.

No responses yet